Um okkur

Tilgangur og markmið Menam Dim Sum er að bjóða uppá framúrskarandi góða dömplinga úr fersku gæðahráefni, framreidda á faglegan en um leið skemmtilegan hátt. Við berum virðingu fyrir hefðum en setjum um leið okkar mark á réttina. Dömplingarnir okkar eru sem fyrr heimagerðir í smiðju Drekans, sem við svo toppum með okkar eigin aðferðum og meðlæti. Dömplingarnir okkar eru því einstakir þar sem sérstaðan felst í „toppings“ og svolítið af heimagerðum, bragðgóðum sósum sem gefur þeim þetta litla extra og um leið einstaka bragðupplifun.

Menam Dim Sum er stemningsstaður með street-food ívafi og stendur fyrir einkennisorðunum framúrskarandi dömplingar, framandi brögð og almenn skemmtilegheit!

Gjafabréf

Staðsetning og opnunartími

Við erum opin alladaga frá 11:30 - 21:00!

Við erum staðsett í Mjólkurbúinu Mathöll, Eyravegur 1, 800 Selfoss